top of page

Ævar Þór Benediktsson
HÖFUNDUR










ÞÍN EIGIN SAGA 7: RAUÐHETTA (2021)

LÉTTLESTRARBÓK ÞAR SEM LESANDINN RÆÐUR FERÐINNI
Þín eigin saga – Rauðhetta fjallar um hugrakka stelpu, ráðagóða ömmu, grimman úlf, dimman skóg – og ÞIG.
ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!
Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru mörg mismunandi sögulok!
Bækur Ævars Þórs Benediktssonar þar sem lesandinn ræður ferðinni hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum. Hér spinnur hann þráð úr bók sinni Þínu eigin ævintýri í stuttum köflum og aðgengilegum texta sem hentar byrjendum í lestri.
Bókin er prentuð með sérstöku letri sem auðveldar lesblindum að lesa.
Teikningar: Evana Kisa
Útgefandi: Forlagið, sumarið 2021.





bottom of page